Reglur er varða vanskil á húsaleigu

Blindrafélagið hvetur leigutaka eindregið til að hafa samband ef stefnir í vanskil til að semja um leiguskuld og komast þannig hjá innheimtuaðgerðum og aukakostnaði. Ef húsaleiga er ógreidd á eindaga þá er leigutaka send áminning vegna vanskilanna. Verði vanskil ekki greidd eða umsamin þegar að mánuður númer tvö er kominn í vanskil, eða ef samkomulag um greiðslu vanskila er ekki virt, þá verður send út aðvörun um  lögfræðiinnheimtu á gjaldfallinni skuld og hafin undirbúningur að riftun húsaleigusamnings.